Lofgjörð


  • Verið því eigi hryggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar.
    Nehemíabók 8:10
  • Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni.
    Sálmarnir 34:1
  • Sá sem færir þakkargjörð að fórn, heiðrar mig, og þann sem breytir grandvarlega, vil ég láta sjá hjálpræði Guðs.
    Sálmarnir 50:23
  • Halelúja. Lofið Guð í helgidómi hans, lofið hann í voldugri festingu hans!Lofið hann fyrir máttarverk hans, lofið hann eftir mikilleik hátignar hans!Lofið hann með lúðurhljómi, lofið hann með hörpu og gígju!Lofið hann með bumbum og gleðidansi, lofið hann með strengleik og hjarðpípum!Lofið hann með hljómandi skálabumbum, lofið hann með hvellum skálabumbum!Allt sem andardrátt hefir lofi Drottin! Halelúja!
    Sálmarnir 150
  • Sæll er sá lýður, sem þekkir fagnaðarópið, sem gengur í ljósi auglitis þíns, Drottinn.
    Sálmarnir 89:15
  • Þakkarfórnar-sálmur. Öll veröldin fagni fyrir Drottni!Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng!
    Sálmarnir 100:1, 2
  • Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti,
    Sálmarnir 92:1
  • Ég vil syngja um miskunn og rétt, lofsyngja þér, Drottinn.
    Sálmarnir 101:1
  • Drottinn er konungur orðinn! jörðin fagni, eyjafjöldinn gleðjist.
    Sálmarnir 97:1
  • Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni, vegsamið hans heilaga nafn.
    Sálmarnir 97:12
  • Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.
    Sálmarnir 103:1, 2
  • Þeir skulu lofa nafn hans með gleðidansi, leika fyrir honum á bumbur og gígjur.Því að Drottinn hefir þóknun á lýð sínum, hann skrýðir hrjáða með sigri.Hinir trúuðu skulu gleðjast með sæmd, syngja fagnandi í hvílum sínum
    Sálmarnir 149:1, 3-5
  • Sá sem færir þakkargjörð að fórn, heiðrar mig, og þann sem breytir grandvarlega, vil ég láta sjá hjálpræði Guðs."
    Sálmarnir 50:23
  • Um miðnætti báðust þeir Páll og Sílas fyrir og lofsungu Guði, en bandingjarnir hlustuðu á þá.
    Postulasagan 16:25
  • Síðan réðst hann um við lýðinn og skipaði söngvara Drottni til handa, að þeir skyldu hefja lofsöngva í helgum skrúða, þá er þeir færu út á undan hermönnunum, og segja: "Lofið Drottin, því að miskunn hans varir að eilífu."22 En er þeir hófu fagnaðarópið og lofsönginn, setti Drottinn launsátur móti Ammónítum, Móabítum og Seírfjalla-búum, er fóru í móti Júda, og þeir biðu ósigur.
    Síðari kroníkubók 20:21, 22
  • Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú.
    Fyrra Þessaloníkubréf 5:18
  • Fyrir hann skulum vér því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans.
    Hebreabréfið 13:15
  • Munnur minn er fullur af lofstír þínum, af dýrð þinni daginn allan.
    Sálmarnir 71:8
  • En ég vil sífellt vona og auka enn á allan lofstír þinn.
    Sálmarnir 71:14
  • Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn Drottins vegsamað.
    Sálmarnir 113:3
  • og ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum. Syngið og leikið fyrir Drottin í hjörtum yðar,og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists.
    Efesusbréfið 5:19, 20
  • "Lofsyngið Guði vorum, allir þér þjónar hans, þér sem hann óttist, smáir og stórir."
    Opinberunarbókin 19:5