Gefur


  • Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.
    Matteusarguðspjall 10:8
  • Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það.
    Orðskviðirnir 3:27
  • Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða."
    Lúkasarguðspjall 6:38
  • Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværiog einhver yðar segði við þau: "Farið í friði, vermið yður og mettið!" en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það?Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin.
    Jakobsbréfið 2:15-17
  • Sumir miðla öðrum mildilega, og eignast æ meira, aðrir halda í meira en rétt er, og verða þó fátækari.Velgjörðasöm sál mettast ríkulega, og sá sem gefur öðrum að drekka, mun og sjálfur drykk hljóta.
    Orðskviðirnir 11:24, 25
  • Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.
    Matteusarguðspjall 5:42
  • því að aldrei mun fátækra vant verða í landinu. Fyrir því býð ég þér og segi: Þú skalt fúslega upp ljúka hendi þinni fyrir bróður þínum, fyrir þurfamanninum og hinum fátæka í landi þínu.
    Fimmta Mósebók 15:11
  • Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar,þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.
    Orðskviðirnir 3:9, 10
  • Sá sem byrgir eyrun fyrir kveini hins fátæka, hann mun sjálfur kalla og eigi fá bænheyrslu.
    Orðskviðirnir 21:13
  • Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt - segir Drottinn allsherjar -, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun.
    Malakí 3:10
  • En þegar þú gefur ölmusu, viti vinstri hönd þín ekki, hvað sú hægri gjörir,svo að ölmusa þín sé í leynum, og faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
    Matteusarguðspjall 6:3, 4
  • Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.'
    Matteusarguðspjall 25:40
  • En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera.Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks.Eins og ritað er: Hann miðlaði mildilega, gaf hinum snauðu, réttlæti hans varir að eilífu.Sá sem gefur sáðmanninum sæði og brauð til fæðu, hann mun og gefa yður sáð og margfalda það og auka ávexti réttlætis yðar.Þér verðið í öllu auðugir og getið jafnan sýnt örlæti sem kemur til leiðar þakklæti við Guð fyrir vort tilstilli.Því að þessi þjónusta, sem þér innið af hendi, bætir ekki aðeins úr skorti hinna heilögu, heldur ber hún og ríkulega ávexti við að margir menn þakka Guði.
    Síðara Korintubréf 9:6-12