Þrautseigja


  • Haf nákvæmar gætur á útliti sauða þinna og veit hjörðunum athygli þína.
    Orðskviðirnir 27:23
  • Útlendir menn munu hlaða upp múra þína og konungar þeirra þjóna þér, því að í reiði minni sló ég þig, en af náð minni miskunna ég þér.
    Jesaja 60:10
  • Svo segir Drottinn Guð: Hér er ég sjálfur og mun leita sauða minna og annast þá.
    Esekíel 34:11
  • "Símon Jóhannesson, elskar þú mig?" Hann svaraði: "Já, Drottinn, þú veist, að ég elska þig." Jesús segir við hann: "Ver hirðir sauða minna."
    Jóhannesarguðspjall 21:16
  • Ég gróðursetti, Apollós vökvaði, en Guð gaf vöxtinn.Þannig er þá hvorki sá neitt, er gróðursetur, né sá, er vökvar, heldur Guð, sem vöxtinn gefur.
    Fyrra Korintubréf 3:6, 7
  • Eftir þeirri náð, sem Guð hefur veitt mér, hef ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll, er annar byggir ofan á. En sérhver athugi, hvernig hann byggir.
    Fyrra Korintubréf 3:10
  • Ef vér nú höfum sáð hjá yður því, sem andlegt er, er það þá of mikið að vér uppskerum hjá yður það, sem líkamlegt er?
    Fyrra Korintubréf 9:11
  • En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera.
    Síðara Korintubréf 9:6
  • Og það sem þú heyrðir mig tala í margra votta viðurvist, það skalt þú fá í hendur trúum mönnum, sem líka munu færir um að kenna öðrum.
    Síðara Tímóteusarbréf 2:2
  • Verið hirðar þeirrar hjarðar, sem Guð hefur falið yður. Gætið hennar ekki af nauðung, heldur af fúsu geði, að Guðs vilja, ekki sakir vansæmilegs ávinnings, heldur af áhuga.
    Fyrra Pétursbréf 5:2