Lifun í erfiðum tímum


 • Mjölskjólan varð ekki tóm og viðsmjörið í krúsinni þraut ekki, samkvæmt orði Drottins, því er hann hafði talað fyrir munn Elía.
  1 Kings 17:16
 • Í hallærinu frelsar hann þig frá dauða og í orustunni undan valdi sverðsins.
  Jobsbók 5:20
 • Og Drottinn er vígi orðinn hinum kúguðu, vígi á neyðartímum.Þeir er þekkja nafn þitt, treysta þér, því að þú, Drottinn, yfirgefur eigi þá, er þín leita.
  Sálmarnir 9:9, 10
 • Drottinn þekkir daga ráðvandra, og arfleifð þeirra varir að eilífu.Á vondum tímum verða þeir eigi til skammar, á hallæristímum hljóta þeir saðning.
  Sálmarnir 37:18, 19
 • Ungur var ég og gamall er ég orðinn, en aldrei sá ég réttlátan mann yfirgefinn né niðja hans biðja sér matar.
  Sálmarnir 37:25
 • Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.Látum vötnin gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hafsins. [Sela]
  Sálmarnir 46:1-3
 • Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum, Guð er vort hæli. [Sela]
  Sálmarnir 62:8
 • sá er segir við Drottin: "Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!"
  Sálmarnir 91:2
 • Hann opnaði klett, svo að vatn vall upp, rann sem fljót um eyðimörkina.
  Sálmarnir 105:39-41
 • Því að ég mun ausa vatni yfir hið þyrsta og veita árstraumum yfir þurrlendið. Ég mun úthella anda mínum yfir niðja þína og blessan minni yfir afsprengi þitt.
  Jesaja 44:3
 • Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir!Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?'
  Matteusarguðspjall 6:30, 31
 • Hver mun gjöra oss viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning geta það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð?Það er eins og ritað er: Þín vegna erum vér deyddir allan daginn, erum metnir sem sláturfé.Nei, í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss.Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar,hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.
  Rómverjabréfið 8:35-39
 • Á allar hliðar erum vér aðþrengdir, en þó ekki ofþrengdir, vér erum efablandnir, en örvæntum þó ekki,ofsóttir, en þó ekki yfirgefnir, felldir til jarðar, en tortímumst þó ekki.
  Síðara Korintubréf 4:8, 9
 • En konan flýði út á eyðimörkina, þar sem Guð hefur búið henni stað og þar sem séð verður fyrir þörfum hennar í eitt þúsund og tvö hundruð og sextíu daga.
  Opinberunarbókin 12:6
 • hann bindur vatnið saman í skýjum sínum, og þó brestur skýflókinn ekki undir því,hann byrgir fyrir ásjónu hásætis síns með því að breiða ský sitt yfir hana.Markúsarguðspjall línu hefir hann dregið hringinn í kring á haffletinum, þar sem mætast ljós og myrkur.
  Jobsbók 26:8-10
 • Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.Látum vötnin gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hafsins. [Sela]
  Sálmarnir 46:1-3
 • Þú ræður yfir ofstopa hafsins, þegar öldur þess hefjast, stöðvar þú þær.
  Sálmarnir 89:9
 • Drottinn á hæðum er tignarlegri en gnýr mikilla, tignarlegra vatna, tignarlegri en boðar hafsins.
  Sálmarnir 93:4
 • Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar.
  Sálmarnir 107:29
 • Og laufskáli skal vera þar til forsælu fyrir hitanum á daginn og til hælis og skýlis fyrir steypiregni og skúrum.
  Jesaja 4:6
 • Þú varst vörn lítilmagnans, vörn hins vesala í nauðum hans, skjól í skúrunum, hlíf í hitanum. Þótt andgustur ofríkismannanna sé eins og kuldaskúrir,
  Jesaja 25:4
 • Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig. Gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér.
  Jesaja 43:2
 • Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, og hann þekkir þá sem treysta honum.
  Nahum 1:7
 • Hann sagði við þá: "Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?" Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og varð stillilogn.Mennirnir undruðust og sögðu: "Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum."
  Matteusarguðspjall 8:26, 27
 • Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra.
  Lúkasarguðspjall 10:19