Stolt


 • Mælið eigi án afláts drambyrði, ósvífni komi eigi út af munni yðar. Því að Drottinn er Guð, sem allt veit, og af honum eru verkin vegin. Fyrri Samúelsbók 2:3
 • Komi hroki, kemur smán, en hjá lítillátum er viska. - Orðskviðirnir 11:2
 • Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska. Orðskviðirnir 13:10
 • Drottinn rífur niður hús dramblátra, en setur föst landamerki ekkjunnar. Orðskviðirnir 15:25
 • Laun auðmýktar, ótta Drottins, eru auður, heiður og líf. Orðskviðirnir 22:4
 • Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta. Orðskviðirnir 29:23
 • Sá, er hyggst standa, gæti því vel að sér, að hann falli ekki. Fyrra Korintubréf 10:12
 • En lögmálið spyr ekki um trú. Það segir: "Sá, sem breytir eftir boðum þess, mun lifa fyrir þau." Galatabréfið 3:12
 • Auðmýkið yður fyrir Drottni og hann mun upphefja yður. Jakobsbréfið 4:10
 • Því að hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða." Lúkasarguðspjall 14:11
 • En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska,hógværð og bindindi. Gegn slíku er lögmálið ekki. Galatabréfið 5:22, 23
 • Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður.Lítið ekki aðeins á eigin hag, heldur einnig annarra.Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. Filippíbréfið2:3-5
 • Sérhver hrokafullur maður er Drottni andstyggð, hér er höndin upp á það: hann sleppur ekki óhegndur! Orðskviðirnir 16:5
 • Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall. Orðskviðirnir 16:18
 • Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum. Orðskviðirnir 16:25
 • Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar. Orðskviðirnir 18:12
 • En því meiri er náðin, sem hann gefur. Þess vegna segir ritningin: "Guð stendur í gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð." Jakobsbréfið 4:6
 • Hann lætur hina hrjáðu ganga eftir réttlætinu og kennir hinum þjökuðu veg sinn. Sálmarnir 25:9
 • Og þér, yngri menn, verið öldungunum undirgefnir og skrýðist allir lítillætinu hver gagnvart öðrum, því að "Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð".Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður.Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. Fyrra Pétursbréf 5:5-7
 • "Segið honum: Eigi skyldi sá, er hervæðist, hrósa sér sem sá, er leggur af sér vopnin." Fyrri konungabók 20:11
 • Hönd mín hefir gjört allt þetta og þannig er það allt til orðið - segir Drottinn. Þeir sem ég lít til, eru hinir þjáðu og þeir er hafa sundurmarinn anda og skjálfa fyrir orði mínu. Jesaja 66:2