Að berjast við óvininn


 • Já, hann brýst fram eins og á í gljúfrum, er andgustur Drottins knýr áfram.
  Jesaja 59:19
 • Og hann kallaði til sín lærisveina sína tólf og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum, að þeir gætu rekið þá út og læknað hvers kyns sjúkdóm og veikindi.
  Matteusarguðspjall 10:1
 • Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum."
  Matteusarguðspjall 16:19
 • "Vík frá mér, Satan, eigi hugsar þú um það, sem Guðs er, heldur það, sem manna er."
  Markúsarguðspjall 8:33
 • Hann kallaði saman þá tólf og gaf þeim mátt og vald yfir öllum illum öndum og til að lækna sjúkdóma.
  Lúkasarguðspjall 9:1
 • "Herra, jafnvel illir andar eru oss undirgefnir í þínu nafni."
  Lúkasarguðspjall 10:17
 • Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra.
  Lúkasarguðspjall 10:19
 • því að vopnin, sem vér berjumst með, eru ekki jarðnesk, heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi.Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.
  Síðara Korintubréf 10:4, 5
 • Gefið djöflinum ekkert færi.
  Efesusbréfið 4:27
 • Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.
  Efesusbréfið 6:10, 11
 • Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum.
  Fyrsta Jóhannesarbréf 4:4
 • Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt.Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, og vitið, að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum.
  Fyrra Pétursbréf 5:8, 9
 • Hver sem synd drýgir heyrir djöflinum til, því að djöfullinn syndgar frá upphafi. Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins.
  Fyrsta Jóhannesarbréf 3:8