Jobsbók

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42


Kafla 25

Þá svaraði Bildad frá Súa og sagði:
2 Hans er drottinvald og ótti, hans sem lætur frið ríkja í hæðum sínum.
3 Verður tölu komið á hersveitir hans, og yfir hverjum rennur ekki upp ljós hans?
4 Hvernig ætti maðurinn þá að vera réttlátur hjá Guði, og hvernig ætti sá að vera hreinn, sem af konu er fæddur?
5 Sjá, jafnvel tunglið, það er ekki bjart, og stjörnurnar eru ekki hreinar í augum hans,
6 hvað þá maðurinn, maðkurinn, og mannssonurinn, ormurinn!