Dvala í Drottni


  • Drottinn sagði: "Auglit mitt mun fara með og búa þér hvíld."
    Önnur Mósebók 33:14
  • "Segðu sveininum að fara á undan okkur, - og hann fór á undan - en statt þú kyrr, svo að ég megi flytja þér orð frá Guði."
    Fyrri Samúelsbók 9:27
  • "Látum oss reisa borgir þessar og girða um þær með múrum og turnum, hurðum og slagbröndum, því að enn þá er landið oss opið, af því að vér höfum leitað Drottins, Guðs vors. Vér höfum leitað hans, og hann hefir veitt oss frið allt um kring." Byggðu þeir síðan og gekk það vel.
    Síðari kroníkubók 14:7
  • Skelfist og syndgið ekki. Hugsið yður um í hvílum yðar og verið hljóðir. [Sela]
    Sálmarnir 4:4
  • Vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, já, vona á Drottin.
    Sálmarnir 27:14
  • Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann. Ver eigi of bráður vegna þeirra er vel gengur, vegna þess manns er svik fremur.
    Sálmarnir 37:7
  • Ég hefi sett alla von mína á Drottin, og hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt.
    Sálmarnir 40:1
  • "Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð, hátt upphafinn meðal þjóðanna, hátt upphafinn á jörðu."
    Sálmarnir 46:10
  • Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum.
    Sálmarnir 55:22
  • Treyst honum, allur þjóðsöfnuðurinn, úthellið hjörtum yðar fyrir honum, Guð er vort hæli. [Sela]
    Sálmarnir 62:8
  • og hefir stöðugt hugarfar. Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig.
    Jesaja 26:3
  • Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera. En þér vilduð það ekki
    Jesaja 30:15
  • Og ávöxtur réttlætisins skal vera friður, og árangur réttlætisins rósemi og öruggleiki að eilífu.
    Jesaja 32:17
  • en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.
    Jesaja 40:31
  • Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera athvarf sitt.
    Jeremía 17:7
  • Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.
    Jeremía 29:11
  • Góður er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál er til hans leitar.Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins.
    Harmljóðin 3:25, 26
  • Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt."
    Matteusarguðspjall 11:28-30
  • Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.
    Filippíbréfið 4:7
  • Fyrir þá sök líð ég og þetta. En eigi fyrirverð ég mig, því að ég veit á hvern ég trúi. Og ég er sannfærður um, að hann er þess megnugur að varðveita það, sem mér er trúað fyrir, þar til dagurinn kemur.
    Síðara Tímóteusarbréf 1:12
  • Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.
    Fyrra Pétursbréf 5:7