Orð Guðs


  • Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
    Jóhannesarguðspja l:1,14
  • Jesús svaraði: "Ritað er: ,Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.'"
    Matteusarguðspjall 4:4
  • Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér.-
    Sálmarnir 119:11
  • Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins, sem ég hef talað til yðar.
    Jóhannesarguðspjall15:3
  • Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra.
    Sálmarnir 119:130
  • Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans.
    Síðara Tímóteusarbréf 2:15
  • Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.-
    Hebreabréfið 4:12
  • Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.
    Jóhannesarguðspjall 6:63
  • Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.-
    Matteusarguðspjall 24:35
  • Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis,
    Fyrra Pétursbréf 2:2