Fóstureyðing


 • Þú skalt ekki morð fremja.
  Fimmta Mósebók 5:17
 • Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.
  Sálmarnir 139:16
 • Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.
  Fyrsta Mósebók 1:27
 • Sjá, synir eru gjöf frá Drottni, ávöxtur móðurkviðarins er umbun.
  Sálmarnir 127:3
 • Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi.Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar.
  Sálmarnir 139:13-15
 • Hefir eigi sá er mig skóp, skapað þjón minn í móðurlífi, og hefir ekki hinn sami myndað okkur í móðurkviði?
  Jobsbók 31:15
 • Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig. Ég hefi ákvarðað þig til að vera spámann þjóðanna!
  Jeremía 1:5