Sálmarnir
Kafla 100
Þakkarfórnar-sálmur.Öll veröldin fagni fyrir Drottni!  
2 Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng!  
3 Vitið, að Drottinn er Guð, hann hefir skapað oss, og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð.  
4 Gangið inn um hlið hans með lofsöng, í forgarða hans með sálmum, lofið hann, vegsamið nafn hans.  
5 Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.