Sálmarnir
Kafla 75
Til söngstjórans. Lag: Spill eigi. Asafs-sálmur. Ljóð. (75:2)Vér lofum þig, ó Guð, vér lofum þig, og þeir er ákalla nafn þitt, segja frá dásemdarverkum þínum.  
2 (75:3) "Þegar mér þykir tími til kominn, dæmi ég réttvíslega.  
3 (75:4) Þótt jörðin skjálfi með öllum þeim, er á henni búa, þá hefi ég samt fest stoðir. [Sela]  
4 (75:5) Ég segi við hina hrokafullu: Sýnið eigi hroka! og við hina óguðlegu: Hefjið eigi hornin!  
5 (75:6) Hefjið eigi hornin gegn himninum, mælið eigi drambyrði hnakkakerrtir!"  
6 (75:7) Því að hvorki frá austri né vestri né frá eyðimörkinni kemur neinn, sem veitt geti uppreisn,  
7 (75:8) heldur er Guð sá sem dæmir, hann niðurlægir annan og upphefur hinn.  
8 (75:9) Því að bikar er í hendi Drottins með freyðandi víni, fullur af kryddi. Af því skenkir hann, já, dreggjar þess súpa og sötra allir óguðlegir menn á jörðu.  
9 (75:10) En ég vil fagna að eilífu, lofsyngja Jakobs Guði.  
10 (75:11) Öll horn óguðlegra verða af höggvin, en horn réttlátra skulu hátt gnæfa.