Sálmarnir
Kafla 54
Til söngstjórans. Með strengjaleik. Maskíl eftir Davíð, (54:2)þá er Sifítar komu og sögðu við Sál: Veistu að Davíð felur sig hjá oss? (54:3) Hjálpa mér, Guð, með nafni þínu, rétt hlut minn með mætti þínum.  
2 (54:4) Guð, heyr þú bæn mína, ljá eyra orðum munns míns.  
3 (54:5) Því að erlendir fjandmenn hefjast gegn mér og ofríkismenn sækjast eftir lífi mínu, eigi hafa þeir Guð fyrir augum. [Sela]  
4 (54:6) Sjá, Guð er mér hjálpari, það er Drottinn er styður mig.  
5 (54:7) Hið illa mun fjandmönnum mínum í koll koma, lát þá hverfa af trúfesti þinni.  
6 (54:8) Þá vil ég færa þér sjálfviljafórnir, lofa nafn þitt, Drottinn, að það sé gott,  
7 (54:9) því að það hefir frelsað mig úr hverri neyð, og auga mitt hefir svalað sér á að horfa á óvini mína.