Sálmarnir
Kafla 150
Halelúja. Lofið Guð í helgidómi hans, lofið hann í voldugri festingu hans!  
2 Lofið hann fyrir máttarverk hans, lofið hann eftir mikilleik hátignar hans!  
3 Lofið hann með lúðurhljómi, lofið hann með hörpu og gígju!  
4 Lofið hann með bumbum og gleðidansi, lofið hann með strengleik og hjarðpípum!  
5 Lofið hann með hljómandi skálabumbum, lofið hann með hvellum skálabumbum!  
6 Allt sem andardrátt hefir lofi Drottin! Halelúja!