Sálmarnir
Kafla 114
Þegar Ísrael fór út af Egyptalandi, Jakobs ætt frá þjóðinni, er mælti á erlenda tungu,  
2 varð Júda helgidómur hans, Ísrael ríki hans.  
3 Hafið sá það og flýði, Jórdan hörfaði undan.  
4 Fjöllin hoppuðu sem hrútar, hæðirnar sem lömb.  
5 Hvað er þér, haf, er þú flýr, Jórdan, er þú hörfar undan,  
6 þér fjöll, er þér hoppið sem hrútar, þér hæðir sem lömb?  
7 Titra þú, jörð, fyrir augliti Drottins, fyrir augliti Jakobs Guðs,  
8 hans sem gjörir klettinn að vatnstjörn, tinnusteininn að vatnslind.